Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 991018 - 991024, vika 42

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældust 178 jarðskjálftar.

Suðurland

Stærsti skjálfti vikunnar var vestan við norðanvert Kleifarvatn þann 19. kl 20:20. Hann var 3.0 stig og fannst í Hafnarfirði og víðar á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins fáir smáskjálftar fylgdu á eftir, enginn stærri en 1.1 stig. Á Suðurlandsundirlendinu voru dreyfðir smáskjálftar, nokkrir þeirra við Hestfjall, þar sem sá stærsti var 1.3 stig. Í vestanverðum Mýrdalsjökli mældust á annan tug skjálfta, stærstir 2.7 og 2.5 stig og í Eyjafjallajökli nokkrir smáskjálftar.

Norðurland

Tvær smáhrinur voru skammt frá Grímsey, norður af eynni var stærsti skjálftinn 1.5 stig, en suðaustur af henni 2.0 stig. 16 skjálftar mældust við Flatey á Skjálfanda, sá stærsti 2.3 stig, auk þess voru nokkrir skjálftar á línu norðvestur frá eynni. Þá var skjálfti 1.6 stig við Þeistareyki.

Hálendið

Við Hamarinn í Vatnajökli urðu 5 skjálftar, sá stærsti 2.0 stig. Þá mældust tveir skjálftar norðan við Hrafntinnuhraun, 2.2 og 1.4 stig.

Þórunn Skaftadóttir