Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 991115 - 991121, vika 46

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru 251 atburðir staðsettir.

Suðurland

Tiltölulega lítil skjálftavirkni var á Reykjanesskaganum og á Hengilssvæðinu. Á Suðurlandi voru nokkrir skjálftar vestan við Hestvatn. Sá stærsti var þann 15.11. kl. 19:02, M= 2.2.

Norðurland

Að kvöldi þess 15. nóv. byrjaði skjálftahrina um 14 km NNA af Grímsey sem stóð fram til 20. nóvember. Mest var virknin dagana 18. og 19. nóvember. Stærsti skjálftinn í hrinunni var þann 18.11. kl. 21:02, M=3.1.

Hálendið

Um 33 skjálftar mældust undir Mýrdals- og Eyjafjallajökli í vikunni. Flestir skjálftanna undir Mýrdalsjökli voru í vesturhluta hans en skjálftarnir undir Eyjafjallajökli áttu upptök sín sunnan við toppgíginn. Flestir urðu skjálftarnir föstudaginn 19. nóvember og þá einnig þeir stærstu. Í V-Mýrdalsjökli var stærsti skjálftinn þann 19.11. kl. 16:37, M=2.3og stærsti skjálftinn undir Eyjafjallajökli var sama kvöld kl. 22:12, M=1.8. Þann 19.11. og 20.11. mældust einnig skjálftar á Torfajökulssvæðinu. Þrír smáskjálftar voru í vesturhluta Hafurseyjar.

Um 55 ísskjálftar mældust í Skeiðarárjökli þann 15.11. og fram að hádegi þann 16.11. Þessir smáu ísskjálftar í Skeiðarárjökli hófust um kl. 17 fimmtudaginn 11. nóvember og stóðu nær óslitið fram að hádegi þann 16.11. og tengjast smáu Skeiðarárhlaupi.

Þrír skjálftar mældust í Vatnajökli, NV við vestari Skaftárketilinn.

Sunnudaginn 21. nóvember voru 2 skjálftar norðaustantil í Hofsjökli kl. 18:01 og 18:08. Báðir voru um 1.8 að stærð.

Gunnar B. Guðmundsson