Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 991129 - 991205, vika 48

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Fremur róleg vika, mældir 176 skjálftar.

Suðurland

Föstudaginn 3. des. kl 09:39 og 09:42 mældust tveir skjálftar um 3 km norðan við Hveragerði, þar sem þeirra varð aðeins vart. Þeir voru báðir 2.4 stig. Þá urðu nokkrir skjálftar sunnan við Vörðufell, sá stærsti 1.9 stig.

Norðurland

Stærsti skjálftinn úti fyrir Norðurlandi þessa viku var fyrir mynni Eyjafjarðar, 2.1 stig.

Hálendið

Í Eyjafjallajökli voru flestir skjálftarnir í norðanverðum jöklinum, en þar var sá stærsti 2.5 stig. Í Mýrdalsjökli var megnið af skjálftunum í vestanverðum jöklinum, þar var sá stærsti 2.6 stig, en í austurjöklinum varð einnig skjálfti 2.2 stig. Í Hrafntinnuhrauni varð skjálfti 1.9 stig auk smærri skjálfta. Í Vatnajökli mældust 4 skjálftar. Þrír þeirra voru sunnan Bárðarbungu og austan Hamarsins, sá stærsti var 2.7 stig, en einn var um 6 km NA við Bárðarbungu, 1.4 stig að stærð. Þá mældist einn skjálfti í Hofsjökli, 1.4 stig.

Á Reykjaneshryggnum var nokkur virkni. Einn skjálfti mældist 93 km SV af Reykjanesi og nokkrir fjær, eða í 200 - 270 km fjarlægð frá landi.

Þórunn Skaftadóttir