Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 991213 - 991219, vika 50

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Róleg vika, aðeins voru 105 skjálftar mældir, flestir mjög litlir.

Suðurland

Á Suðurlandi dreifðust skjálftarnir víða um undirlendið og vestur á Reykjanesskaga. Allir voru þeir litlir.

Norðurland

Úti fyrir Eyjafirði varð lítil hrina, þar sem stærstu skjálftarnir voru 2.6 og 2.4 stig. Á Tröllaskaga urðu tveir skjálftar, 2.2 og 1.8 stig.

Eyjafjalla- og Mýrdalsjökull

Flestir urðu skjálftarnir í Mýrdalsjökli vestanverðum, sá stærsti 2.7 stig og tveir 2.5 stig. Í Eyjafjallajökli voru aðeins tveir skjálftar, þeir voru í jöklinum sunnanverðum, sá stærri 1.8 stig.

Hálendið

Í Vatnajökli voru tveir litlir skjálftar, annar sunnan Bárðarbungu en hinn austan við Hamarinn.

Þórunn Skaftadóttir