Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 991227 - 000102, vika 52

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Róleg vika þar sem mældust 6 - 25 skjálftar á dag. Enginn þeirra náði stærðinni 2, nema skjálfti út af Reykjanesi, nálægt Geirfugladrangi, en hann mældist um 3,2 á Richterskvarðann og eitthvað af skjálftunum í jöklunum mældust um 2 á Richter. Virknin var nokkuð jafndreifð á brotabeltin sunnan og norðan lands, en næmni kerfisins er mun meiri á Suðurlandsbrotabeltinu heldur en á Tjörnesbrotabeltinu, sem er að mestu leiti norður af landinu.

Suðurland

Á suðurhluta landsins mældist skjálftadreif allt frá Fagradalsfjalli austur í Landsveit. Mest er virknin að venju á Hengilssvæðinu, en nokkur virkni er lía við Kleifarvatn. Stærstu skjálftarnir eru undir Mýrdalsjökli, á bilinu 1,3 - 2,5.

Norðurland

Virknin hér er mest norður af Skjálfanda, suðaustur af Grímsey, en einn skjálfti að stærð 2 mældist norður undir Kolbeinsey.

Hálendið

Skjálfti að stærð 2 mældist við Lokahrygg í Vatnajökli.

Steinunn S. Jakobsdóttir