Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20000110 - 20000116, vika 02

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Alls mældust 72 skjálftar í vikunni sem leið. Skjálftavirknin var því með minnsta móti.

Suðurland

Tveir skjálftar mældust í Holtunum og fáeinir mældust sunnan Vörðufells. Þeir voru allir innan við 1 á Richter. Nokkrir skjálftar mældust vestan við Kleifarvatn. Smávegis skjálftavirkni var á Hengilssvæðinu og einnig í Ölfusinu.

Norðurland

Tveir skjálftar mældust rétt austan við Mývatn. 15 skjálftar mældust norður fyrir landi á Húsavíkur-Flateyjar brotabeltinu og Grímseyjar brotabeltinu. Sá stærsti þeirra var 2.6 á Richterskvarða.

Hálendið

Tveir jarðskjálftar mældust í Vatnajökli. Sá fyrri mældist þann 13. janúar var 1.9 á Richter og reyndist vera rétt suðvestan við Kverkfjöll. Sá síðari mældist þann 16. janúar í Hamrinum og var 2.8 á Richter.

Mýrdals- og Eyjafjallajökull

Tveir skjálftar mældust í Eyjafjallajökli báðir um 1.5 af stærð. 11 skjálfta mældust í Mýrdalsjökli, flestir rétt austan og norðan við Fimmvörðuháls. Stærsti skjálftinn var 3.2 á Richter. Einn skjálfti mældist norðan við Mýrdalsjökul og þrír mældust á Torfajökulssvæðinu.

Kristín Jónsdóttir