![]() | Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
---|
[Skjálftalisti] | [Fyrri vika] | [Næsta vika] | [Aðrar vikur] | [Jarðeðlissvið] |
Sérkort af
[Suðurlandi] | [Reykjanesi] | [Hengilssvæðinu] | [Bárðarbungu] | [Lang-og Hofsjökli] | [Öskju] | [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] | [Norðurlandi] |
Aðfaranótt sama mánudags kl. 04:12 var skjálfti í Ástaðafjalli norðan við Kamba um 4 km NV af Hveragerði. Stærð skjálftans var 2.7 á Richter og fannst hann lítillega í Hveragerði. Í kjölfar skjálftans og fram til um kl 06 um morguninn komu um 10 eftirskjálftar. Skjálftavirkni á Hengilssvæðinu var að öðru leyti mjög róleg þessa viku.
Um helgina 22.-23. janúar voru 9 skjálftar með upptök um 4 km sunnan við Skarð í Landssveit. Þeir áttu allir upptök á sama stað á um 8 km dýpi og koma fram á kortunum sem einn punktur. Flestir skjálftanna voru á stærðarbilinu 0.3-0.6 á Richter.
Þann 18. janúar kl. 15:50 var einn skjálfti (M=2.6) norður á Kolbeinseyjarhrygg, nálægt SPAR brotabeltinu.
Þann 17. janúar kl. 20:08 var skjálfti nálægt Glaumbæ í Skagafirði (M=2.0).
7 skjálftar voru á Torfajökulssvæðinu og voru þeir allir um 1 stig á Richter.
Þann 21. janúar kl. 22:02 var skjálfti við Bjallavað í Tungná (M=1.6)
Einn skjálfti (M=1.7) var við Hamarinn í vestanverðum Vatnajökli þann 18. jan. kl. 10:49.
Þann 21. janúar kl. 21:24 var skjálfti (M=1.8) í Herðubreiðarfjöllum.