Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20000124 - 20000130, vika 04

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 123 jarðskjálftar og ein sprenging.

Suðurland

Tíðindalítið af Hengilssvæðinu, fáir atburðir og sá stærsti aðeins 1,5 stig. Þann 29. kl. 19:34 hófst skjálftahrina norðaustan við Trölladyngju og var henni að mestu lokið fimm tímum seinna. Stærstu skjálftarnir mældust kl. 22:11 (2,8 stig) og kl. 22:40 (3,4 stig). Heimildir eru um að sá fyrri hafi fundist í Reykjavík, en sá síðari fannst vel víða á höfuðborgarsvæðinu.

Norðurland

Fáeinir atburðir og litlir.

Hálendið

Alls mældust níu atburðir í Mýrdalsjökli, allir vestantil. Þeir stærstu urðu þann 28., 2,7, 2,5 og 2,2 stig. Nokkrir skjálftar urðu við Bjallavað fyrri hluta vikunnar, sá stærsti 2,1 stig. Allnokkrir atburðir voru staðsettir á Torfajökulssvæðinu en hafa ber í huga að staðsetning þeirra var miklum erfiðleikum háð og óvissumörk há. Þann 24. og 25. mældust fimm jarðskjálftar í Skeiðarárjökli austanverðum, ekki langt frá úthlaupi árinnar. Voru þeir á stærðarbilinu 0,6-1,6 stig. Einn skjálfti mældist í Dyngjujökli.

Barði Þorkelsson: