Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20000131 - 20000206, vika 05

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 167 skjálftar, mest var virknin við Kleifarvatn.

Suðurland

Við Kleifarvatn urðu skjálftarnir flestir vestan við vatnið á svæði frá Krísuvík að Trölladyngju, og voru stærstu skjálftarnir sunnan til á því svæði. Þeir stærstu voru þann 2. feb. kl 11:14, 3.1 stig og þann 3. feb. kl 14:41, 3.0 stig. Þeir fundust í Hafnarfirði og Reykjavík. Á Hengilssvæðinu og Suðurlandsundirlendinu voru aðeins smáir skjálftar. Við Surtsey varð jarðskjálfti þann 6. feb. kl 06:27, 3.2 stig að stærð. Hann mun hafa fundist á Hellu. Annar lítill fylgdi á eftir.

Norðurland

Úti fyrir Norðurlandi voru skjálftar mjög dreifðir, smáhrina var þó 35-40 km NNV af Grímsey, þar sem stærsti skjálftinn var 2.2 stig, en um 20 km norðan við Tjörnes var einn 2.8 stig.

Hálendið

Undir Vatnajökli mældust nokkrir smáskjálftar, sá stærsti 1.2 stig, og um 5 km VNV af Hveravöllum mældist skjálfti 1.3 stig. Í Mýrdalsjökli voru nokkrir skjálftar, flestir í vestanverðum jöklinum og var sá stærsti 2.0 stig. Þá mældust allnokkrir smáskjálftar vestan við Torfajökul.

Þórunn Skaftadóttir