Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20000214 - 20000220, vika 07

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Suðurland

Í byrjun vikunnar var smá hrina sunnan Hestfjalls og samtímis mældust skjálftar við Skjaldbreiði. Annars var nokkuð jöfn virkni dreifð um mest allt Suðurlandsundirlendið þessa vikuna. Í byrjun vikunnar var virknin á Reykjanesi mest í norðanverðu Kleifarvatni. Upp úr miðri vikunni hófst virkni norðan Skíðaskálans í Hveradölum, sem síðan fluttist að Grindarskörðum og loks að austanverðu Kleifarvatni. Virknin endaði svo aftur í Hveradölum í lok vikunnar.

Norðurland

Nokkur virkni hefur verið úti fyrir Norðurlandi, allt frá Skagafirði að Melrakkasléttu. Nokkrir skjálftar mældust í Fljótunum, þeir stærstu tæpir 2 á Richterskvarða. Einn skjálfti mældist rúmlega 500 km norður á hrygg.

Hálendið

Með rólegra móti á hálendinu. Ekki mældust nema tveir skjálftar í vestanverðum Mýrdalsjökli og einn í Eyjafjallajökli. Þrír skjálftar mældust kringum Torfajökulssvæðið og einn á Lokahrygg.

Steinunn S. Jakobsdóttir