Þrír skjálftar mældust austan við Geysi að morgni hlaupársdags. Smáhrina mældist
við Hrómundartind aðfararnótt 4. mars. Allir skjálftarnir voru smáir, sá
stærsti um 2 á Richter.
Norðurland
Virkni hélt áfram á Tjörnesbrotabeltinu, bæði á Flateyjarmisgenginu og Grímseyjarbeltinu.
Stærsti skjálftinn var um 2 á Richter og er staðsettur á mótum Kolbeinseyjarhryggjarins
og Tjönesbrotabeltisins.
Hálendið
Líflegt var undir jöklunum þessa viku, en þá mældust skjálftar undir Gjálp, Hofsjökulsöskjunni
og Geitlandsjökli. Enginn þeirra náði 2 á Richter. Einnig mældust smáskjálftar á Torfajökulssvæðinu
og undir Heklu.