Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20000327 - 20000402, vika 13

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 149 skjálftar.

Suðurland

Á mánudag og þriðjudag var smjáskjálftahrina í austanverðum Holtum. Stærsti skjálftinn var 1.9 á Richter.
Í Eyjafjallajökli voru staðsettir 7 skjálftar í Steinsholti. Þeir mældust 0.9 - 1.4 á Richter.

Norðurland

Úti fyrir Norðurlandi voru staðsettir 56 skjálftar. Þeir dreifðust nokkuð jafnt yfir vikuna. Á þriðjudag var skjálfti 15 km NNV af Flatey 2.1 á Richter. Á föstudag var skjálfti fyrir utan Skagafjörð 2.0 á Richter og rétt fyrir miðnætti var skjálfti á miðjum Öxarfirði 2.3 á Richter. Á sunnudagsmorgun var skjálfti 10 km SA af Flatey 2.3 á Richter.

Hálendið

Í Geitlandsjökli, á sunnanverðum Langjökli, var skjálfti á sunnudagsmorgun 1.9 á Richter. Einnig mældust samtals 8 aðrir smáskjálftar undir Lang-, Hofs-, Torfa- og Vatnajökli. Undir Valafelli skammt norðan Heklu var skjálfti kl. 17:33 á laugardag 1.4 á Richter.

Annað

Á mánudag var staðsettur skjálfti á Spar þvergenginu 2.8 á Richter. Spar er næsta þvergengi norðan Tjörnesbrotabeltisins á 68.9 breiddargráðu. Á Jan Mayen þvergenginu var staðsettur skjálfti kl. 22:57 á föstudagskvöld, 2.8 á Richter

Vigfús Eyjólfsson