Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20000403 - 20000409, vika 14

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 144 jarðskjálftar og ein sprenging. Fjórir skjálftanna áttu upptök sín suðvestan við Jan Mayen.

Suðurland

Hrinur smáskjálfta urðu við suðvestanvert Kleifarvatn um miðjan dag þann 8. og aðfaranótt þess 9. Að öðru leyti hverfandi virkni.

Norðurland

Helsta virknin var um 40 km norður af Siglufirði og rétt út af Eyjafirði. Stærstu skjálftarnir fyrir Norðurlandi mældust 1,9 stig. Einn atburður átti upptök sín við norðaustanvert Mývatn.

Hálendið

Fjórir skjálftar mældust í Eyjafjallajökli, nánar tiltekið við Steinsholtsjökul, og mældist sá stærsti 1,6 stig. Þá mældist lítill skjálfti í austanverðum Mýrdalsjökli. Ennfremur nokkrir atburðir (illa staðsettir) á Torfajökulssvæðinu. Þá varð skjálfti austan Grímsvatna og annar í Geitlandsjökli.

Barði Þorkelsson