| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20000410 - 20000416, vika 15

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Í vikunni var 141 jarðskjálfti staðsettur.
Suðurland
Föstudaginn, 14. apríl, varð smáhrina suðvestan við Kleifarvatn. 24 skjálftar voru staðsettir, flestir frá 19:30 til 21:00. Stærsti skjálftinn mældist 1.7 stig. Annars staðar á Suðurlandi var frekar rólegt.
Norðurland
Nokkur virkni var á Norðurlandi. Á sunnudaginn 16. apríl mældust skjálftar norðan Grímseyjar, sá stærsti 2.0 stig.
Hálendið
Á mánudaginn 10. apríl var smáskjálftavirkni undir Skeiðarárjökli. Fjórir skjálftar voru staðsettir og voru þeir undir vestanverðum jöklinum. Þeir voru 0.6-0.8 að stærð. Í norðanverðum Eyjafjallajökli (við Steinholtsjökul) voru staðsettir tveir skjálftar í vikunni (1.9 og 0.6 að stærð). Einn skjálfti mældist undir Mýrdalsjökli, 0.9 að stærð. Á sunnudaginn mældust tveir skjálftar norðan við Tungnafellsjökul, 1.7 og 1.8 að stærð.
Bergþóra S. Þorbjarnardóttir