Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20000424 - 20000430, vika 17

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældust 187 skjálftar, sem dreifðust víða um land og út á hryggi. Á þriðjadag mældust nokkrir skjálftar norður undir Jan Mayan og fleiri síðar í vikunni, auk annarra sunnar á Kolbeinseyjarhrygg. Þá urðu þrír skjálftar við Geirfugladrang þann 26. og 27. apr. Tveir þeirra voru 2.4 stig að stærð, en sá þriðji 1.9.

Suðurland

Á Suðurlandi voru allir skjálftar smáir, nokkrir í Henglinum, en á sunnudag hófst hrina smáskjállfta í Holtunum.

Norðurland

Stærsti skjálftinn við Norðurland var 2.2 stig úti fyrir mynni Eyjafjarðar. Nokkrir skjálftar voru skammt frá Flatey, sá stærsti 1.9 stig. Einnig voru nokkrir smáskjálftar við Grímsey. Þá vekur athygli stakur skjálfti 1.1 stig í Hjaltadalsheiði.

Hálendið

Í Eyjafjallajökli norðanverðum komu nokkrir skjálftar, sá stærsti 2.2 stig. Nokkrir skjálftar mældust í Mýrdalsjökli. Þeir eru mjög dreifðir og óvissa nokkur í staðsetninu sumra þeirra. Sá stærsti var 1.6 stig í vestanverðum jöklinum. Þá mældust nokkrir smáskjálftar vestan við Torfajökul. Í Hofsjökli vestanverðum kom skjálfti 1.4 stig, og í Langjökli, Vatnajökli og Skeiðarárjökli voru einnig smáskjálftar. Þá var einn skjálfti í Öskju, 1.5 stig.

Þórunn Skaftadóttir