Fremur rólegt var þessa viku eins og undanfarið, mældir voru 140 skjálftar. Virknin var fremur dreifð
og náði út á Reykjaneshrygg, þar sem 4 skjálftar mældust.
Suðurland
Skjálftarnir voru mjög dreifðir. Stærsti skjálftinn í Henglinum var 2.1 stig,
en aðrir skjálftar á Suðurlandi voru smáir.
Norðurland
Lítil virkni utan hrinu við Grímsey þann 3. júní. Stærsti skjálftinn 3.3 stig var kl 07:00,
og fannst hann í eynni. Upptök skjálftans voru um 3 km NNV við Grímsey, og honum fylgdu
rúmir þrír tugir smárra skjálfta.
Hálendið
Í Mýrdalsjökli vestanverðum mældust tveir skjálftar, báðir 0.8 stig, og í Eyjafjallajökli
norðanverðum var einn skjálfti 1.4 stig. Norðan Mýrdalsjökuls og vestan Torfajökuls voru
nokkrir skjálftar að stærð 0.7 - 1.4 stig, en þeir dreifðust nokkuð um svæðið. Þá voru
tveir skjálftar í Vatnajökli, báðir 1.4 stig að stærð.