Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
---|
[Skjálftalisti] | [Fyrri vika] | [Næsta vika] | [Aðrar vikur] | [Jarðeðlissvið] |
[Suðurlandi] | [Reykjanesi] | [Hengilssvæðinu] | [Bárðarbungu] | [Lang-og Hofsjökli] | [Öskju] | [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] | [Norðurlandi] |
Skjálftavirkni var einnig vestan við Skálafell og norðan við Hveragerði. Í Ölfusinu voru skjálftar við Ölfusárós og sunnan við Kaldaðarnes.
Nálægt Þykkvabæ voru allmargir skjálftar. Stærsti skjálftinn þar var þann 03.07. kl. 19:37, M=2.8.
Flestir skjálftanna í vikunni áttu upttök á sprungunum sem mynduðust í stóru skjálftunum þann 17. júní og 22. júní í Holtunum og við Hestfjall. Talsverð skjálftavirkni hefur einnig verið í Flóanum.
Tveir skjálftar voru við Jan Mayen. Þann 07.07. kl. 18:35, Mb=4.3 (LDG, Frakkland) og þann 09.07. kl. 02:18, Mb=4.8 (NEIC, USA).
Rúmlega 70 skjálftar áttu upptök 5-12 km norðan við Geysi í Haukadal, í Sandfelli og Lambahrauni. Stærsti skjálftinn var í Lambahrauni þann 6. júlí kl. 23:00, M=2.3.
Tveir skjálftar voru undir vesturhluta Mýrdalsjökuls. Sá fyrri þann 04.07. kl. 06:34, M=2.2 og sá síðari þ. 08.07. kl. 08:06, M=1.6.
Einn skjálfti var á Torfajökulssvæðinu þann 04.07. kl 07:57, M=1.2.