Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20000717 - 20000723, vika 29

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru mældir 494 skjálftar á landinu og umhverfis það, þar á meðal eru 6 skjálftar við Jan Mayen í byrjun viku.

Suðurland

Nokkuð var um eftirskjálfta eftir stóru skjálftana í Holtunum 17. júní og Hestfjalli 21. júní og einnig var virkni vestur í Flóa og Ölfusi. Allir voru þessir skjálftar 2.0 stig á Richter eða minni, utan einn sem var 2.8 stig í Skarðsfjalli í Landssveit þann 18. júlí kl 05:53. Þá var nokkuð um skjálfta á svæðinu frá Geysi norður að Langjökli, sá stærsti þar var 2.0 stig.

Norðurland

Nokkrir skjálftar voru á víð og dreif úti fyrir Norðurlandi, en mest virkni um 50 km NNV af Grímsey. Þar voru fjórir skjálftar 2.5 stig eða stærri, sá stærsti 2.8 stig, og auk þess smærri skjálftar.

Vesturland

Efst í Flókadal komu nokkrir skjálftar, sex þeirra voru á stærðarbilinu 1.5 - 2.0 stig, aðrir minni.

Hálendið

Í Mýrdalsjökli vestanverðum voru nokkrir skjálftar, sá stærsti 2.6 stig, þann 22. júlí. Þá komu þrír smáskjálftar norðan við jökulinn. Á Stórasandi norðan Langjökuls voru þrír skjálftar, sá stærsti 1.8 stig.

Þórunn Skaftadóttir