Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20000731 - 20000806, vika 31

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældust 227 skjálftar.

Suðurland

Nokkuð dró úr skjálftavirkni á Suðurlandi miðað við síðustu viku. En er nokkuð um eftirskjálfta við Hestfjall og í Holtum. Stærsti skjálftinn mældist við bæinn Skeggjastaði í Hraungerði á sunnudagskvöld 2.4 stig.

Reykjanesskagi

Lítil skjálftahrina byrjaði á þriðjudag 5 km SSV af Keili við Stóra Hrút. Stærstu skjálftarnir hafa verið á bilinu 2.2 - 2.3 stig.

Norðurland

Skjálftahrina var í Eyjafjarðarál á fimmtudag. Skjálftarnir voru allir minni en 2 stig. Stærsti skjálftinn úti fyrir Norðurlandi var rétt utan við Eyjafjörð á sunnudaginn 2.5 stig.

Hálendið

Nokkrir skjálftar mældust í grennd við Goðabungu í suðvestanverðum Mýrdalsjökli. Stærsti skjálftinn var 2.5 stig. Smáskjálftavirkni fyrir sunnan Langjökul hélt áfram og voru skjálftarnir allir litlir

Vigfús Eyjólfsson