| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20000807 - 20000813, vika 32

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
194 skjálftar voru staðsettir í vikunni.
Suðurland
Jarðskjálftavirkni á Suðurlandi var mest á Holtasprungunni (17. júní skjálftinn) og á Hestfjallssprungunni (21. júní skjálftinn). Einnig var nokkur smáskjálftavirkni við Selfoss. Á þriðjudag, 8. ágúst, varð skjálfti á Reykjaneshrygg um 250 km SV af Reykjanestá sem mældist um 5 stig. Nokkur eftirskjálftavirkni mældist.
Norðurland
Lítil virkni var á Norðurlandi.
Hálendið
20 jarðskjálftar voru staðsettir undir vestanverðum Mýrdalsjökli, sá stærsti 2.3. Nokkur virkni var norðan við Geysi, stærstur skjálftinn var 2.3 stig. Tveir skjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu og einn í Bárðarbungu.
Bergþóra S. Þorbjarnardóttir