Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20000814 - 20000820, vika 33

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 298 skjálftar.

Suðurland

Skjálftar á Suðurlandi voru að mestu bundnir við Holta- og Hestvatnsmisgengin auk stöku skjálfta sem dreifðust um Flóa og Ölfus.

Norðurland

Úti fyrir Eyjafirði voru staðsettir 5 skjálftar. Stærsti skjálftinn mældist 1.9 á Richter.

Hálendið

Í Goðabungu í suðvestanverðum Mýrdalsjökli mældust 17 skjálftar og einn á miðjum jöklinum. Flestir voru á bilinu 2.0 - 2.9 á Richter. Smáskjálftavirkni var suður af Langjökli. Óróakviður mældust víða um land frá því á laugardegi og fram á mánudagsmorgun. Óróinn var langgreinilegastur á Skrokköldu og má telja Skaftárkatla vera líklegt upptakasvæði. Svipuð óróakviða var á þriðjudeginum í vikunni á undan. Órói hefur áður mælst í tengslum við Skaftárhlaup t.d. 1997 og greinir menn á um orsök hans.

Vigfús Eyjólfsson