Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20000828 - 20000903, vika 35

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Vikan byrjaði rólega, en einkenndist annars af smáhrinum hér og þar. Þann 1. september var næmni kerfisins aukin og mælast því heldur fleiri smáskjálftar eftir það. Stærstu skjálftarnir þessa vikuna áttu upptök sín annars vegar við Geirfugladrang á Reykjaneshrygg (3,9) og hins vegar suður af Langjökli (3,4).

Suðurland

Á þriðjudagsmorgunn mældust nokkrir skjálftar á Reykjaneshrygg, nánar tiltekið við Geirfugladrang og mældist sá stærsti 3,9 á Richterkvarða. Virknin á Suðurlandi var annars að langmestu leiti bundin við sprungurnar tvær, annars vegar í Holtunum og hins vegar við Hestfjall, en einnig mældust nokkrir skjálftar á Hengilssvæðinu. Haustvirknin í Mýrdalsjökli heldur áfram á svipuðu róli.

Norðurland

Virknin á Norðurlandi var frekar lítil þessa vikuna og nokkuð jafndreifð. Stærstu skjálftarnir voru vestast á svæðinu, norður af Eyjafirði, og mældust þeir 2,3 og 2,4 á Richterkvarða.

Hálendið

Einn skjálfti mældist í Vatnajökli, nálægt Gjálpinni. Virknin suður af Langjökli, norðan Sandfells, heldur áfram og á sunnudag urðu þar tveir skjálftar það stórir að þeir fundust víðs vegar um Biskupstungur og fannst sá stærri einnig í Þjórsárdal. Stærðir þeirra mældust vera 2,8 og 3,4. Tveir skjálftar mældust á Torfajökulssvædinu.

Steinunn S. Jakobsdóttir