Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20000904 - 20000910, vika 36

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni var mældur 691 skjálfti, sem er nokkuð meira en undanfarið. Aukningin orsakast að hluta til af aukinni næmni kerfisins miðað við síðustu vikur.

Suðurland

Framan af vikunni var virknin mest sunnan Langjökuls. Þar mældist skjálfti 2.9 stig á mánudagsnótt. Annars var virknin aðallega á sprungunum í Holtum og við Hestfjall eins og verið hefur. Virknin í Mýrdalsjökli er bundin við vestanverðan jökulinn, en stærstu skjálftar þar mældust 2.7 stig.

Norðurland

Tvær smáhrinur komu norðan við land. Önnur var í Öxarfirði, þar sem stærsti skjálftinn var 3.1 stig, og hin 30-35 km vestan við Grímsey. Stærsti skjálftinn þar var 3.0 stig. Þá kom einn skjálfti 3.0 stig við Flatey. Á mánudagskvöld fannst skjálfti í Kröflu, hann reyndist eiga upptök 0.3 km NA af Kröfluvirkjun og vera 1.4 stig.

Hálendið

Nokkrir skjálftar mældust skammt austan við Hamarinn, þeir stærstu 2.2 stig.

Þórunn Skaftadóttir