Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20000911 - 20000917, vika 37

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældust 501 skjálftar.

Suðurland

Á sunnudag mældust hátt í 100 skjálftar á Holta- og Hestfjallssprungunum. Stærsti skjálftinn mældist við Hestfjall 1.9 stig. Hann fannst í Villingaholtshreppi. Athygli vekur að frá syðri enda Hestfjallssprungunar liggur lína af skjálftum til suðvesturs. Einnig er greinileg lína frá austri til vesturs.

Mýrdalsjökull og nágrenni

Í síðustu viku mældust 69 skjálftar í Mýrdalsjökli og nágrenni. Þar af voru 62 í suðvestanverðum jöklinum og 1 í austanverðum austanverðum jöklinum. Stærðardreifingin er svipuð og verið hefur. Stærstu skjálftarnir mældust 2.6 stig.

Hálendið

Suður af Langjökli var áframhaldandi skjálftavirkni. Það mældist 1 skjálfti í Bárðarbungu.

Vigfús Eyjólfsson