Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20000925 - 20001001, vika 39

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 466 skjálftar.

Suðurland

Virknin var að mestu bundin við Holta- og Hestfjallssprungurnar, en þær voru fremur líflegar í þessari viku. Enginn skjálftanna náði þó 2 stigum.

Norðurland

Mjög fáir atburðir urðu nyrðra. Helst ber að nefna skjálfta í ofanverðum Svínadal í Húnaþingi (2,1 stig) og við Þeistareykjabungu (einnig 2,1 stig).

Hálendið

Alls voru 43 atburðir staðsettir í Mýrdalsjökli, allir vestarlega í jöklinum (0,9-2,5 stig). Einn skjálfti, 1,9 stig mældist í Hofsjökli.

Barði Þorkelsson