Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20001002 - 20001008, vika 40

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru 397 skjálftar staðsettir.

Suðurland

Á Suðurlandi er mesta skjálftavirknin í Holta- og Hestvatnssprungunni.
Einnig voru skjálftar við Sandvatn um 10 km norðan við Geysi. Sunnudaginn 8.10. var smá skjálftahrina austan við Geitafell nálægt Þrengslavegi.

Norðurland

Lítil skjálftavirkni. Fáeinir skjálftar úti fyrir mynni Eyjafjarðar.
Tveir skjálftar voru á SPAR brotabeltinu á Kolbeinseyjarhrygg um 250 km norður af Grímsey. Sá fyrri var þann 3.10. kl. 0500 , M~3.0 og sá síðari þann 4.10. kl. 1747, M~4.0.

Hálendið

Undir vestanverðum Mýrdalsjökli (Goðabungu) mældust 52 skjálftar. Stærstu skjálftarnir voru um 2.5 að stærð.

Gunnar B. Guðmundsson