Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20001106 - 20001112, vika 45

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældust 520 skjálftar á landinu og umhverfis það. Mesta athygli vekur hrina fyrir norðan land, auk hausthrinunnar í Mýrdalsjökli.

Suðurland

Stærsti skjálftinn, sem mældist á Suðurlandi, var um 5 km SSV af Hrómundartindi. Var hann kl 13:34 þann 7. nóv. og mældist 2.1 stig. Hans varð vart í Hveragerði. Flestir voru skjálftarnir á Hestfjalls- og Holtasprungunum, allir smáir.

Norðurland

Um 50 km NNV af Grímsey var hrina aðfaranótt miðvikudags, þar sem stærsti skjálftinn var 2.7 stig, og á fimmtudag var hrina smáskjálfta norðan við Tjörnes.

Hálendið

Í Mýrdalsjökli mældust rúmlega 50 skjálftar, flestir í vestanverðum jöklinum, sá stærsti var 2.7 stig að stærð. Í Vatnajökli mældust nokkrir skjálftar, sá stærsti var 7 km austan við Hamarinn, 3.1 stig. Í Hofsjökli urðu tveir skjálftar, báðir undir 2 að stærð.

Þórunn Skaftadóttir