Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20001127 - 20001203, vika 48

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

269 jarðskjálftar voru staðsettir í vikunni.

Suðurland

Nokkur virkni var á Reykjaneshrygg nálægt Geirfuglaskerjum, um 30 km frá Reykjanesi. 16 skjálftar mældust frá miðvikudegi til föstudags. Stærstu skjálftarnir mældust 4.2 stig kl. 06:40 28. nóvember og 3.6 stig kl. 23:58 sama dag. Aðrir skjálftar mældust frá 1.3 - 2.5 stig. Annars voru flestir skjálftar vikunnar smáskjálftar á Hestfjalls- og Holtasprungum.

Norðurland

Lítil virkni var við Norðurland.

Hálendið

Yfir 40 jarðskjálftar mældust undir Mýrdalsjökli, flestir undir vestanverðum jöklinum. Þeir voru frá 0.5 - 2.3 stig á Richter. Einn skjálfti mældist í Öskju, 1.5 að stærð.

Bergþóra S. Þorbjarnardóttir