Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20001218 - 20001224, vika 51

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 147 jarðskjálftar.

Suðurland

Á Suðurlandsundirlendinu var virknin að miklu leyti bundin við Holta- og Hestfjallssprungurnar, en allir voru þeir atburðir smáir. Einn skjálfti (1,7 stig) átti upptök sín á Selvogsgrunni og annar (1,6 stig) um 30 km út af Reykjanesi. Níu skjálftar (1,6-2,5 stig) urðu mun lengra út á hryggnum, en þeir eru illa staðsettir.

Norðurland

Skjálfti af stærðinni 2,4 stig átti upptök sín við Námaskarð. Hann fannst í Mývatnssveit.

Hálendið

Alls voru 22 skjálftar (0,6-2,3 stig) staðsettir í Mýrdalsjökli vestanverðum. Tveir skjálftar (2,1 og 1,8 stig) áttu upptök sín skammt vestan Hveravalla.

Barði Þorkelsson