Stærstu skjálftarnir þessa vikuna eru við Grímsey og undir Mýrdalsjökli
og mælast þeir um 2.5 - 2.8 á Richter.
Suðurland
Á Suðurlandi er virknin mest á Hestfjallssprungunni. Einn skjálfti
mældist við Vatnafjöll.
Norðurland
Nokkur virkni var á Tjörnesbrotabeltinu, sérstaklega við Grímsey, en einnig í öxarfirði
og á vestari hluta svæðisins og mælast nokkrir skjálftar við mynni Skagafjarðar, rétt vestan Siglufjarðar.
Hálendið
Þessa vikuna mældust 13 skjálftar undir Mýrdalsjökli. Minnstu skjálftarnir, sem m.a. lenda norðan
við og í Eyjafjallajökli, eru mjög illa staðsetjanlegir.
Einn skjálfti mældist við vesturenda Grímsfjalls í Vatnajökli og einn skjálfti við Herðubreið.