Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20010319 - 20010325, vika 12

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 322 jarðskjálftar.

Suðurland

Flestir skjálftar vikunnar voru á Hestfjallssprungunni. Smáskjálftahrina var við 63.9 breiddargráðu og -20.7 lengdargráðu frá miðvikudagskvöldi fram á fimmtudag. Flestir skjálftarnir voru um 0.0 að stærð, en sá stærsti mældist 1.7 stig. Önnur virkni á Suðurlandi var aðallega á Holtasprungu. Nokkrir smáskjálftar mældust í Ölfusi og á Reykjanesi.

Norðurland

27 skjálftar voru staðsettir á Tjörnesbrotabeltinu, flestir á Húsavíkur-Flateyjar misgenginu. Stærsti skjálftinn mældist 1.7 stig.

Hálendið

11 skjálftar voru staðsettir undir Mýrdalsjökli. 9 voru undir vestanverðum jöklinum (0.7 - 1.3 stig), en tveir undir miðbik jökulsins (báðir 0.9 stig). Einn skjálfti mældist á Torfajökulssvæðinu, 0.8 stig. Átta skjálftar mældust við Hveravelli 21. mars. Þeir voru á stærðarbilinu 1.0 - 1.7 stig. Tveir skjálftar mældust undir norðvestanverðum Vatnajökli, 2.0 og 2.4 að stærð. Einn skjálfti var staðsettur undir Kverkfjöllum og mældist 1.7 stig. 19 skjálftar mældust vestan Sandfells sunnan Langjökuls. Þeir voru á stærðarbilinu 0.5 - 2.3 stig.

Bergþóra S. Þorbjarnardóttir