Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20010402 - 20010408, vika 14

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í viku 14 mældust 262 jarðskjálftar.

Suðurland og Reykjanes

Við Raufarhólshelli mældust 5 skjálftar á bilinu 0-1 á Richter. Suður af Ingólfsfjalli mældust nokkrir smáskjálftar, einnig í Hraungerðishreppi og við Hjalla í Ölfusi. Að venju voru flestir skjálftanna á Hestfjalls- og Holtasprungunum. Þeir stærstu voru um 2 á Richter.

Norðurland

Á laugardagsmorgun kl 9:57 byrjaði skjálftahrina u.þ.b. 30 km norður af Tröllakskaga. Stærsti skjálftinn mældist 3.4 á Richter. Einnig voru nokkrir skjálftar út af Tjörnesi.

Hálendið

Í Hamrinum á Vatnajökli mældust 2 skjálftar, báðir um 1 á Richter. Í Grímsvötnum mældist 1 skjálfti. Norðan við Snæhettu í Vatnajökli mældist einn skjálfti. Staðsetning hans er mjög ónákvæm.
Í Mýrdalsjökli mældist enginn skjálfti og er það í fyrsta skiptið í langan tíma sem það gerist. Tveir skjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu.

Vigfús Eyjólfsson