Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20010416 - 20010422, vika 16

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældust 232 jarðskjálftar á og við landið. Tvær stuttar hrinur urðu á aðfararnótt laugardags, þann 21. apríl: Önnur sunnan Langjökuls og stóð hún í þrjá og hálfan tíma, hin fyrir mynni Eyjafjarðar og varaði einungis í hálftíma.

Suðurland

Virknin á Suðurlandi var mest á Holta- og Hestfjallssprungunum, þar sem stærðr skjálftanna voru allar undir 1.0. Einnig var nokkur virkni á Hengilssvæðinu, þar sem stærstu kjálftarnir mældust 0.8. Á Reykjanesi mældust fjórir skjálftar, allir undir 1.0 að stærð. Um 50 km vestur af Vestmannaeyjum mældust svo tveir skjálftar af stærðinni 1.3 og 2.6.

Aðfararnótt föstudagsins 20. hófst virkni við Högnhöfða, fyrir sunnan Langjökul og var stærð skjálftanna frá 0.2 upp í 2.1. Næstu nótt, kl. 03:47 varð svo skjálfti af stærð 2.9, og í kjölfar hans hófst hrina, sem stóð í þrjá og hálfan klukkutíma. Mældust þá 45 skjálftar á stærðarbilinu 0.2 til 1.7. Nokkur virkni hélt þar áfram næsta sólarhringinn, og náðu þá stærstu skjálftarnir stærðinni 2.1. Öll virknin var mjög þétt undir Högnhöfða.

Norðurland

46 skjálftar urðu á Norðurlandi og dreifðist virknin nokkuð jafnt yfir vikuna, fyrir utan hálftíma hrinu sem var við mynni Eyjafjarðar og hófst hún kl. 08:17 að morgni laugardagsins 21. apríl. Alls urðu þá 24 skjálftar og náði sá tærsti 2.2.

Hálendið

Í Hamrinum í Vatnajökli mældist einn skjálfti af stærð 1.4. Í Hofsjökli mældist líka einn skjálfti. Hann var af stærðinni 1.7. Í Mýrdalsjökli voru tveir skjálftar af stærð 1.4 og 1.0.

Kristín S. Vogfjörð