Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20010430 - 20010506, vika 18

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældust 174 jarðskjálftar auk tveggja sprenginga í Seljadal. Virknin var mjög dreifð um allt land og skjálftarnir smáir. Stærsti skjálftinn var 35 km vestur af Surtsey, 2.9 stig, en aðrir 2.2 og minni.

Suðurland

Á Holta- og Hestfjallssprungunum var nokkur virkni, en þar fóru skjálftar lítið yfir 1 stig. Við Högnhöfða sunnan Langjökuls komu nokkrir skjálftar, sá stærsti 2.2 stig. Í Heiðinni há varð skjálfti 2.0 stig að stærð.

Norðurland

Virkni var mjög dreifð allt frá Öxarfirði út fyrir Tröllaskaga, stærsti skjálftinn þar var 1.9 stig. Þá voru tveir skjálftar á Mývatnssvæðinu, sá stærri 1.6 stig.

Hálendið

Í Mýrdalsjökli mældust nokkrir skjálftar, sem allir eru inni í öskjunni, og var sá stærsti 1.4 stig að stærð. Skjálftar í Vatnajökli voru dreifðir frá Kverkfjöllum að Þórðarhyrnu, auk nokkurra skjálfta í Skeiðarárjökli. Þá mældust skjálftar við Torfajökul, Herðubreiðarlindir, í Hofsjökli, við Oddnýjarhnúk og í Geitlandsjökli, svo og tveir (1.2 og 1.0 stig) skammt vestan við Bröttubrekku. Enginn skjálftanna fór yfir 1.5 stig.

Þórunn Skaftadóttir