| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20010514 - 20010520, vika 20
PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af |
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Í vikunni mældist 171 skjálfti.
Suðurland
Einhver skjálftavirkni heldur áfram á Holta- og Hestfjallssprungum. Nokkrir skjálftar mældust á Hengilssvæðinu og í Ölfusinu. Einn skjálfti mældist á Reykjanesi, við Sveifluháls, 1.7 að stærð.
Norðurland
Framan af vikunni var virknin aðallega á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu. Einnig mældust nokkrir skjálftar 20 - 30 km ASA af Grímsey, sá stærsti 2.5 stig. Á laugardag hófst hrina í Öxarfirði um kl. 13:30 og stóð til kl. 21. 25 skjálftar mældust, 0.8 - 2.6 stig, og voru þeir á 1 - 3 km dýpi.
Hálendið
Í Mýrdalsjökli mældust fjórir skjálftar, sá stærsti 1.0, en staðsetning þeirra er fremur ónákvæm. Einn skjálfti mældist í Eyjafjallajökli, 0.9 að stærð. Við Torfajökul var einn skjálfti (0.6) og einn við Tindfjallajökul (0.5).
Einn skjálfti mældist á Lokahrygg, austan Hamarsins, 2.0 að stærð.
Sunnan Langjökuls, við Högnhöfða, mældust nokkrir smáskjálftar (0.2 - 0.6)
Bergþóra S. Þorbjarnardóttir