Í viku 22 mældust 183 skjálftar. Athyglisverðustu atburðir vikunnar eru skjálfti og óróakviða í Mýrdalsjökli.
Suðurland
Um Suðurland og Reykjanes var dreifð skjálftavirkni. Á miðvikudag var lítil skjálftahrina í Landi á Suðurlandi. Stærstu skjálftarnir voru tæpir 2 á Ricterskvarða.
Norðurland
Skjálftavirknin norður af Grímsey hélt áfram en það dró úr henni þegar leið á vikunna. Stærstu skjálftarnir mældust um 3 á Ricterskvarða.
Hálendið
Lítilsháttar skjálftavirkni var suður af Langjökli. Í Hofsjökli mældist einn skjálfti rúmir 2 á Ricterskvarða og í Vatnajökli mældist sömuleiðis einn skjálfti af sömu stærðargráðu.
Katla
Markverðustu tíðindi vikunnar voru skjálfti í Mýrdalsjökli, miðvikudaginn 30. maí kl. 13:28 á 22 km dýpi, 1.5 á Richterskvarða. Staðsetning hans er á svipuðum slóðum og sigkatlarnir sem mynduðust 1955. Í kjölfar hans fylgdi 10 mínútna óróakviða, sem kom fram á öllum stöðvum umhverfis jökulinn. Líklegt má teljast að um kvikuinnskot hafi verið að ræða.