Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20010611 - 20010617, vika 24

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældust 145 skjálftar og 2 sprengingar.

Suðurland

Þann 14.06. kl. 1941 var skjálfti að stærð 3.3 sem átti upptök hjá Krýsuvík við Kleifarvatn. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu á eftir.
Skjálfti að stærð 2.4 var 11.06. kl. 0556 og átti hann upptök um 2 km SSV af Hrómundartindi á Hengilsvæðinu. Hann fannst í Grímsnesinu.
Nokkur virkni er áfram á Holta- og Hestvatnssprungunum.

Norðurland

Nokkrir skjálftar áttu upptök við mynni Eyjafjarðar og einnig við Grímsey og inn í Öxarfirði.
Þann 13.06. kl. 0808 var skjálfti um 3 að stærð sem átti upptök á Kolbeinseyjarhrygg um 225 km norður af Grímsey.

Hálendið

Þann 11.06. kl. 1531 var skjálfti að stærð 1.7 norðan við Tungnafellsjökul.
Einn skjálfti var undir vestanverðum Langjökli þann 15.06. kl. 2141, M=0.9.
Tveir skjálftar voru á Torfajökulssvæðinu en staðsetning þeirra er ónákvæm.

Gunnar B. Guðmundsson