Í vikunni mældust 242 skjálftar, þeir voru fremur smáir, en sá stærsti var 2.1 stig í Vatnajökli.
Suðurland
Megnið af skjálftunum sunnanlands var á Holta- og Hestfjallssprungunum, en þar voru allir skjálftar minni en 1.0 stig. Við Kleifarvatn var skjálfti 1.4 stig og annar af sömu stærð í Svartsengi.
Norðurland
Úti fyrir Norðurlandi er nokkuð jöfn virkni, nokkrir skjálftar dag hvern, þeir stærstu 2.0 stig.
Hálendið
Skammt NV af Grímsfjalli var stærsti skjálfti vikunnar 2.1 stig. Í Skeiðarárjökli mældust 4 skjálftar 0.3 - 0.7 stig. Í Mýrdalsjökli vestanverðum mældust tveir skjálftar og einn í öskjunni, en sá fjórði í jaðri jökulsins norðanverðum. Stærðir þeirra voru 1.0 -1.3 stig.