Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20010723 - 20010729, vika 30

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í þrítugustu viku ársins urðu 272 skjálftar á landinu á stærðarbinlinu -0,8 til 2,1. Vikan hófst með smáskjálftahrinu á Nesjavöllum. Alla vikuna var einnig virkni í Öxarfirði og jókst hún eftir því sem á vikuna leið. Á fimmtudagsmorgun varð um hálftímalöng hrina á Torfajökulssvæðinu og skráðust þá 28 skjálftar. Svæðið varð aftur virkt á sunnudag, en þá skráðust þar aftur 10 skjálftar. Auk þessa var venjubundin virkni á Hestfjalls- og Holtasprungu á Suðurlandi.

Suðurland

Á Suðurlandi urðu 144 skjálftar. 16 skjálftar á Nesjavöllum á fyrsta degi vikunnar, sá stærsti 1,6 að stærð, en annars allir í kringum 0. Á Hestfjallssprungu urðu 45 skjálftar og 47 á Holtasprungu. Tveir skjálftar urðu við Reykjanestá.

Norðurland

Á Norðurlandi urðu alls 82 skjálftar, sá stærsti (2,1) á Skjálftanda. Einn skjálftanna var í NA-gosbeltinu, allir hinir á Tjörnesbrotabeltinu. í Öxarfirði, um 10 km vestur af Kópaskeri urðu 56 skjálftar og urðu flestir þeirra í seinni hluta vikunnar.

Hálendið

Einn skjálftfi, Ml=1, varð í nágrenni Bárðarbungu, fimm í Mýrdalsjökli og 40 á Torfajökulssvæðinu. Hrina hófst við Torfajökul kl. 5:30 á fimmtudagsmorgun og stóð hún í hálftíma. Skráðust þá alls 28 skjálftar á stærðarbilinu 0,4 til 0,9. Vegna smæðar skjálftanna og fjarlægðar svæðisins frá góðum mælistöðvum, eru skjálftarnir ekki mjög nákvæmt staðsettir. Á sunnudag varð svæðið svo aftur virkt, en þá skráðust 10 skjálftar, sá stærsti 1,6, en annars allir í kringum 1.

Kristín S. Vogfjörð