Í vikunni mældust 184 skjálftar á landinu og umhverfis það.
Suðurland
Á Suðurlandi voru skjálftarnir á sömu stöðum og undanfarið, þ.e. á Holta- og Hestfjallssprungunum, sunnan Ingólfsfjalls og í Ölfusinu. Þeir voru allir smáir. Skammt úti af Reykjanesi komu 2 skjálftar, sá stærri 1.5 stig, og 5 km SSV af Geysi var skjálfti 1.4 stig að stærð.
Norðurland
Norðanlands var virknin mest á Húsavíkursprungunni, þar sem stærsti skjálftinn var 2.7 stig, úti fyrir mynni Eyjafjarðar. Tveir aðrir skjálftar voru stærri en 2 stig. Í Öxarfirði komu nokkrir smáskjálftar.
Vesturland
Í Síðufjalli í Hvítársíðu var skjálfti kl 18:01 þann 1. sept. Hann var 1.8 stig.
Hálendið
Í Mýrdalsjökli mældust nokkrir skjálftar inni í öskjunni, sá stærsti þar var 1.3 stig, en í vestanverðum jöklinum urðu stærstu skjálftarnir. Þeir voru vestan við Goðabungu, sá stærsti 2.6 stig og skömmu síðar 2.1 og 1.7 stig. Í nágrenni Torfajökuls komu nokkrir skjálftar, sá stærsti 1.2 stig. Í Vatnajökli voru 3 skjálftar. Sá stærsti 1.9 stig í Bárðarbungu, en hinir austan við Hamarinn 0.9 og 1.2 stig. Í Hofsjökli norðaustanverðum var skjálfti 1.7 stig, og vestan við Hveravelli upp undir Langjökli komu nokkrir skjálftar, sá stærsti 1.5 stig.