Áframhaldandi smáskjálftavirkni á Holta- og Hestvatnssprungunum.
Virknin þar var aðallega fyrri hluta vikunnar, dagana 8.
og 9. október. Allir skjálftarnir eru um eða undir einum að stærð.
Norðurland
Af þessum 343 skjálftum sem mældust í vikunni eiga um 208 skálftar upptök í
Öxarfirði. Dagana 9. og 10. október mældu
st um 50 skjálftar hvorn dag en hina dagana var fjöldinn um 20 skjálftar á dag.
Stærðir skjálftanna eru flestir á bilinu 1.0-1.5 stig en
stærsti skjálftinn þessa viku var þann 9. okt., kl. 0645, M=2.5.
Upptök skjálftanna í Öxarfirði þessa viku eru flest
um 2-3 km SV við upptökin eins og þau voru í september á þessu ári.
Nokkrir skjálftar áttu upptök norðan við Gjögur og Siglusfjörð.
Hálendið
Undir Mýrdalsjökli mældust 34 skjálftar. Einn skjálfti átti upptök undir
Háubungu en hinir áttu upptök undir vestanverðum jöklinum (Goðabungu).
Stærsti skjálftinn undir Goðabungu var þann 11.10. kl. 2116, M=2.5.
Einn skjálfti var á Torfajökulssvæðinu en staðsetning hans er ónákvæm.
Einn skjálfti mældist NV við Öskju þann 14.10. kl.1907, M=1.6.
Þrír smáskjálftar mældust undir Skeiðarárjökli.