Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20011231 - 20020106, vika 01

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru 194 skjálftar staðsettir og ein sprenging.

Suðurland

Þann 4. janúar kl. 04:45 var skjálfti á Reykjaneshrygg (62.4N), M~=3. Sama dag kl. 14:36 var skjálfti við Geirfugladrang á Reykjaneshrygg , M=2.4.

Áframhaldandi smákjálftavirkni á Holta-og Hestvatnssprungunum.

Norðurland

Framan af vikunni var talsverð skjálftavirkni fyrir mynni Eyjafjarðar en mest var hún 31.12. 2001 og stærsti skjálftinn var þá kl. 16:44, M=2.3.

Hálendið

Undir Mýrdalsjökli voru 65 skjálftar. Flestir þeirra voru undir vestanverðum jöklinum (Goðabungu) og þeir stærstu voru um 2.5 að stærð. Nokkrir skjálftar voru undir Kötlujökli en staðsetning þeirra er ónákvæm.

Fjórir skjálftar voru undir Eyjafjallajökli og mældust 3 þeirra um kl. 23 þann 4. janúar. Stærstur þeirra þar var 2.6 stig, kl. 23:08.

Tveir skjálftar voru á Torfajökulssvæðinu, NV við Laufafell.

Einn skjálfti var undir Vatnajökli, norðvestan við Grímsvötn og einn skjáfti var við Herðubreiðartögl.

Gunnar B. Guðmundsson