Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20020114 - 20020120, vika 03

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Nokkuð róleg vika. Alls mældust 137 skjálftar þess vikuna, þar af 63 í Mýrdalsjökli. Stærsti skjálftinn, 3.0 á Richterskvarða, varð langt norður af landinu, en nær landinu mældist skjálfti upp á 2.8 í Öxarfirði. Nokkrir skjálftar í Mýrdalsjökli náðu stærðinni 2.

Suðurland

Virknin á suðurlandi er enn að mestu bundin við Holta- og Hestfjallssprungurnar, en einn skjálfti mældist í Landsveit suður af Skarðsfjalli. Nokkrir skjálftar mældust við Hengilinn og við Kleifarvatn.

Norðurland

Enn mælast skjálftar í Öxarfirði og nokkur smáskjálftavirkni var við Flatey og út af Eyjafirði.

Hálendið

Eins og fyrr segir var nokkuð mikil virkni í Mýrdalsjökli. Virknin er öll í vesturjöklinum og heldur minni en vikuna áður, bæði hvað varðar stærð og fjölda. Einn skjálfti mældist austan Torfajökuls. Um miðbik vikunnar mældust skjálftar norðan Vatnajökuls, við Öskju og á Mývatnsöræfum. Aðfararnótt sunnudags mældust 2 skjálftar við norðanverðan Langjökul, rétt vestan við Hveravelli.

Steinunn S.Jakobsdóttir