Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20020204 - 20020210, vika 06

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 184 skjálftar og 2 sprengingar.

Suðurland

Aðfaranótt 5. febrúar mældust nokkrir skjálftar á Reykjanesi. Stærsti skjálftinn í þessari smáhrinu var kl. 02:57 , M=1.4. Skjálftarnir virðast vera á brotaplani sem er með strik 215 og hallar 70 til SA.

Nokkrir skjálftar eru ennþá á Holta- og Hestvatnssprungunum.

Norðurland

Lítil skjálftavirkni var úti fyrir Norðurlandi. Fáeinir skjálftar úti fyrir Mynni Eyjafjarðar og við Grímsey. Þrír skjálftar voru um 8 km vestan við Ólafsfjörð.

Hálendið

Undir Mýrdals- og Eyjafjallajökli mældust um 100 skjálfar í þessari viku. Flestir skjálftanna voru undir vesturhluta Mýrdalsjökuls. Stærsti skjálftinn þar var þ. 9. feb. kl. 02:19, M=2.5.

Þann 4. febrúar kl. 22:18 var skjálfti í Kverkfjöllum, M=1.7. Þann 9. febrúar kl. 10:50 var skjálfti við Öskju, M=1.5.

Gunnar B. Guðmundsson