Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20020218 - 20020224, vika 08

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældust 162 atburðir, þar af 3 sprengingar við Búðarháls og 1 við Grindavík.

Suðvesturland

Stærsti skjálfti vikunnar mældist aðfararnótt fimmtudagsins. Átti hann upptök sín úti fyrir mynni Ölfusáróss, um miðja vegu milli Þorlákshafnar og Eyrarbakka og mældist um 3 á Richter. Skjálftanum fylgdu 2 smáir eftirskjálftar. 3 skjálftar mældust við Bláfjöll, staðsetningar skjálftanna sem lenda í Bláfjöllunum sjálfum eru ónákvæmar.

Norðurland

Á laugardag mældust 2 skjálftar við mynni Skagafjarðar, báðir um 1,5 á Richter. Seinni part vikunnar mældist skjálfti við Kröflu og 2 skjálftar við Þeistareyki. Þessir skjálftar eru allir smáir, um 0,5 - 0,6 á Richter.

Hálendið

Nokkur virkni er á hálendinu þessa viku. Í Mýrdalsjökli mældust 43 skjálftar og 2 í Eyjafjallajökli. Flestir skjálftanna áttu upptök við Goðabungu, en örfáir innan Kötluöskjunnar. Erfitt er að staðsetja minnstu skjálftana við Goðabungu og veldur það þessari dreifingu á kortinu. 2 skjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu, 1 í Langjökli, 2 á Haukadalsheiði og 2 í Ódáðahrauni. Í Vatnajökli mældust skjálftar við Bárðarbungu, Lokahrygg og Grímsfjall. Nú er stafræni jarðskjálftamælirinn á Grímsfjalli kominn í fulla notkun og því er kerfið orðið næmara fyrir skjálftum á því svæði.

Steinunn S. Jakobsdóttir