Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20020311 - 20020317, vika 11

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni urðu 189 skjálftar. Þar af voru 65 í Mýrdalsjökli, nokkuð jafndreifðir yfir vikuna, en þó flestir á föstudag. Norður af Grímsey mældust 14 skjáftar, flestir á mánudag. Einn skjálfti varð í Öskju á mánudagseftirmiðdag og einn við Herðubreið á miðvikudagskvöld. Í Vatnajökli var lítill skjálfti á miðvikudagsmorgun. Á fimmtudagseftirmiðdag urðu 3 litlir skjálftar í Bjarnarflagi. Á laugardag varð skjálfti í Grímsvötnum og tveir á Reykjaneshrygg. Á sunnudag varð smáhrina á Hesfjallssprungunni, en þá mældust 18 skjálftar, flestir mjög litlir. Á sunnudag mældist einnig skjálfti í Grímsvötnum. Stærsti skjálfti vikunnar, 2.5 varð í Mýrdalsjökli á laugardag.

Suðurland

Á Suðurlandi urðu 78 skjálftar. Þar af 19 á og við Holtasprunguna á stærðarbilinu -0,4 til 0,8. Á Hestfjallssprungu mældust 37 skjálftar á stærðarbilinu -0,8 til 1,4. Dreifð virkni var á Hengilssvæði. Við Krísuvík mældust tveir skjáftar 1,2 og 1,6 að stærð. 30 km VSV af Reykjanestá mældust einnig tveir skjálftar.

Norðurland

Úti fyrir Norðurlandi mældust 33 skjálftar og var stærð þeirra á bilinu 0,4 til 2,1. 14 þessara skjálfta voru staðsettir um 10 km norður af Grímsey, og var stærð þeirra um og yfir 1,0. Í Bjarnarflagi mældust 3 skjálftar á stærðarbilinu 0,3-0,8.

Hálendið

Skjálfti af stærðinni 1,4 mældist í Öskju, og við Herðurbreið mældist skjálfti af stærð 1,1. Í Vatnajökli mædust 3 skjálftar; tveir í Grímsvötnum, um 1,3 að stærð, og einn um 14 km austur af Hamrinum. Sá var einungis 0,6 að stærð. Í Mýrdalsjökli mældust 65 skjálftar í þessari viku og voru þeir flestir við Goðabungu. Stærðardrefing skjáftanna er á bilinu 0,4 til 2,5. Staðsetning margar þeirra smæstu er mjög ónákvæm.

Kristín S. Vogfjörð