Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20020318 - 20020324, vika 12

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í viku 12, 2002, mældust 234 atburðir. Stærsti atburðurinn var um 3.0 að stærð þann 21. mars, staðsettur um 230 km NNA af Grímsey.

Suðurland

Nokkrir smáskjálftar mælast enn á Holta- og Hestfjallssprungunum. 13 smáskjálftar mældust á miðvikudag og laugardag í einum hnapp við Sandskeið um 5.5 km suður af Litlu Kaffistofunni, sá stærsti 1.1 að stærð. Tveir jarðskjálftar mældust úti á Reykjaneshrygg (40 km VSV af Reykjanestá) á mánudag, sá stærri var 2.6 að stærð.

Norðurland

Nokkur virkni var úti fyrir Norðurlandi á hefðbundnum stöðum. Úti á Kolbeinsyjarhrygg, um mældust alls fimm jarðskjálftar í vikunni. Þrír þeirra voru um 230 km NNA af Grímsey á milli kl. 8 og 9 á fimmtudagsmorgunn. Sá stærsti mældist 3.0 klukkan 08:14.

Hálendið

Undir Mýrdalsjökli mældust 66 atburðir, þeir stærstu voru 2.2 að stærð. 6 skjálftar mældust undir Vatnajökli á stærðarbilinu 0.9 til 1.7. Staðsetning minni skjálftanna er ekki vel ákvörðuð.

Samantekt:

vika 12, 2002
Fjöldi atburða er 234
Fjöldi skjálfta í og við Mýrdalsjökul er 66
Fjöldi skjálfta á og úti fyrir Norðurlandi er 41
Fjöldi skjálfta í Öxarfirði er 11
Fjöldi skjálfta við Sandskeið er 13
Fjöldi skjálfta á Holtasprungu er 20
Fjöldi skjálfta á Hestfjallssprungu er 36
Fjöldi skjálfta undir Vatnajökli er 6
Skjálftar yfir M=2:
2002-03-18 23:24:38.9, 2.6 að stærð, 38.9 km VSV af Reykjanestá
2002-03-19 23:00:29.9, 2.0 að stærð, 20.7 km NNA af Siglufirði
2002-03-19 23:44:01.4, 2.0 að stærð, 6.0 km V af Goðabungu
2002-03-20 01:18:48.9, 2.1 að stærð, 4.4 km VNV af Goðabungu
2002-03-21 08:14:02.2, 3.0 að stærð, 228.0 km NNA af Grímsey
2002-03-21 08:19:00.9, 2.5 að stærð, 230.5 km NNA af Grímsey
2002-03-21 08:40:27.2, 2.6 að stærð, 238.2 km NNA af Grímsey
2002-03-21 16:40:09.2, 2.0 að stærð, 74.7 km S af Hvannadalshjúki
2002-03-21 17:45:39.4, 2.6 að stærð, 18.0 km VSV af Kópaskeri
2002-03-22 18:18:57.8, 2.2 að stærð, 3.4 km ASA af Básum
2002-03-23 21:35:18.0, 2.2 að stærð, 5.3 km VNV af Goðabungu
2002-03-24 10:41:03.2, 2.3 að stærð, 155.9 km N af Grímsey
2002-03-24 11:37:36.3, 2.0 að stærð, 154.6 km N af Grímsey

Halldór Geirsson