Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20020325 - 20020331, vika 13

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunnu voru staðsettir 271 skjálftar og 2 sprengingar.

Suðurland

Á Reykjanesskaganum voru nokkrir skjálftar vestan við Fagradalsfjall og við Kleifarvatn. Einn skjálfti átti upptök við Bláfjöll þann 31. mars kl. 05:08, M=0.9.
Á Suðurlandi var smáskjáftavirkni í Ölfusinu og á Hestvatns- og Holtasprungunum. Þann 28. mars kl. 18:43 var skjálfti að stærð 1.9 á Grindavíkurdjúpi (63.4N, 22.4V).

Norðurland

Rétt fyrir miðnætti þann 26. mars hófst skjálftahrina við Gjögurtá og stóð hún fram eftir degi þann 27. mars. Mest var virknin aðfaranótt 27. mars milli kl. 03-07. Stærsti skjálftinn, M=2.8, varð kl. 03:27 þá sömu nótt. Um 70 skjálftar mældust í hrinunni.
Þann 28. mars voru nokkrir smáskjálftar við Grímsey. Einnig mældust skjálftar á Grímseyjarsundi, á Flateyjarskaga og úti fyrir mynni Eyjafjarðar.
Um kl. 16 þann 31. mars hófst smáskjálftahrina við Flatey á Skjálfanda og stóð hún fram til um kl. 04 þann 1. apríl. Stærsti skjálftinn, M=2.5, var kl. 21:39 þann 31. mars.

Hálendið

Aðfaranótt þann 27. mars mældust 4 skjálftar sunnan við Hagavatn við Langjökul og þann 30. mars. var einn skjálfti við Skjaldbreið. Þann 30. mars mældist einn skjálfti við Gloppufjall nálægt Öxnadal. Stærðir þeirra eru um 1 á Richter.
Fjórir skjálftar mældust undir Vatnajökli og 2 við Öskju.
Um 43 skjálftar mældust undir og við Mýrdalsjökul. Flestir þeirra áttu upptök undir vesturhluta jökulsins (við Goðabungu). Stærsti skjálftinn þar var þann 31. mars kl. 18:56, M=2.6. Einnig voru nokkrir skjálftar með upptök undir öskjunni.

Gunnar B. Guðmundsson