Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20020401 - 20020407, vika 14

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Róleg vika, aðeins mældust um 170 skjálftar. Stærsti skjálftinn sem kerfið fann var á Kolbeinseyjarhryggnum, um 200 km norður af landinu. Þar var eina eiginlega jarðskjálftahrinan þessa vikuna og sáust stærstu skjálftarnir, sem mældust á bilinu 2,0 til 3,2 á Richter, á mælunum hér. Stærð þessara skjálfta er eflaust nokkuð vanmetin í kerfinu, að öllum líkindum eru þeir stærstu yfir 4 á Richter. Stærsti skjálftinn á landinu varð á laugardagskvöldið undir Skeggja í Henglinum og mældist sá um 3,1 á Richter. Nokkur virkni var á Reykjaneshrygg og við Reykjanestá í byrjun vikunnar. Einn skjálfti mældist austur af landinu, við landgrunnsbrúnina.

Suðurland

Enn er smáskjálftavirkni á sprungunum í Holtunum og við Hestfjall og nokkrir skjáftar mældust á dreif um Suðurlandsbrotabeltið. Þrír skjálftar mældus við Vatnafjöll, sá stærsti var 2,8 á Richter. Á þriðja tug skjálfta mældust undir Skeggja í Henglinum seinni hluta vikunnar. Mest var virknin þar um helgina og mældist skjálfti upp á 2,2 á laugardagsmorgun kl. 07:10, en stærsti skjálftinn upp á 3,1 varð kl. 22:36 um kvöldið.

Norðurland

Dreifð virkni um allt Tjörnesbrotabeltið og mældist stærsti skjálftinn, 2.3 á Richter, í Öxarfirði.

Reykjanesskagi

Nokkrir smáir skjálftar mældust við Kleifarvatn og einn við Fagradalsfjall. Nokkur virkni var einnig út af Reykjanestá.

Mýrdalsjökull

Við Mýrdalsjökul mældust 38 skjálftar, þeir stærstu að stærð 2,5 - 3. Virknin er nú bæði við Goðabungu og innan Kötluöskjunnar. Virknin virðist fara heldur minnkandi þessar vikurnar.

Hálendið

Einn skjálfti mældist við Herðubreið, annar norðan Tungnafellsjökuls og sá þriðji við Hrafntinnusker. Þeir voru allir smáir.

Steinunn S. Jakobsdóttir