Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20020408 - 20020414, vika 15

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældust 136 jarðskjálftar. Hlaup kom fram í Skeiðará. Mikill órói kom fram á mælinum á Grímsfjalli. Einnig sást mikið af
smáskjálftum og ísskjálftum á mælinum á Kálfafelli. Hægt var að staðsetja nokkra smáskjálftanna með upptök undir Skeiðarárjökli.

Suðurland

Einn skjálfti mældist út á Reykjaneshrygg (stærð 1,7). 13. apríl mældist skjálfti 2,4 stig norðan við Surtsey.
Nokkrir skjálftar mældust á Hestvatns- og Holtasprungunum. Aðrir skjálftar voru dreifðir og litlir.

Norðurland

Tæplega 30 jarðskjálftar mældust norðan við land, flestir um 20 km suðaustan við Grímsey. Stærsti skjálftinn mældist 3,0 stig.

Hálendið

Skjálfti mældist á Lokahrygg (austan við Hamarinn) 9. apríl, þrír í Grímsvötnum og einn (14. apríl) suðvestan við Grímsvötn.
7 skjálftar mældust undir Skeiðarárjökli um helgina.
Við Kistufell mældist skjálfti 11. apríl, 1,4 stig.
10. - 11. apríl mældust 5 skjálftar við Herðubreið (1,4 - 2,1 stig).
Tveir skjálftar mældust undir norðvestanverðum Hofsjökli (1,6 og 1,8 stig).

Bergþóra S. Þorbjarnardóttir